Rauðrófu og kínóa borgarinn by hakonjons

Ingredients

1 bolli rauðrófur eldaðar ½ bolli kínóa eldða 1/4 bolli kasjúhnetur 3 msk kókosolía 1 hörfræ( 3 tsk hörfræ, 2 tsk vatn látið liggja í 15 mín) 1-2 hvítlauksgeiri pressaðir 2 msk sítrónusafi 1 tsk chilli mauk (fæst hjá bændur í bænum, einnig má nota sambal olek) chilli, pipar, salt, eðalkrydd 1/2 bolli möndlumjöl/kínóamjöl vellt uppúr undir lok

Instructions

Hitið ofn við 180 gráður.
Setjið öll innihaldsefni fyrir utan möndlumjöl í matvinnsluvél eða blandara þar til vel sameinað.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Takið handfylli af deiginu og mótíð í litla borgara. Veltið uppúr möndlumjöli ef þið viljið. Leggið á bökunarpappír og eldið í 15 mín hvorra hlið, 30-40 mín í heildina.
Setjið borgara á hvítkáls eða rauðkálsblaði, smyrjið með vegan majó eða vegan kasjúsósa, raðið tómat og avocadósneið ofaná og alfalfa spírum! Einnig er hægt að setja borgaran á glútenlaust brauð, smyrja með sykurlausru bbq og toppa borgaran með tómat og avocadó. Berið fram með saltati með klettasalati, rauðkáli, gúrku og kínóa.