Ostasósa by hakonjons

Gott sem ídýfa með snakki, grænmeti eða hverju sem er, gott með frönskum. (Salvör: Mér fannst þetta gott inní grillsamloku, ofan á ristað brauð eða snittubrauð. Og í raun með öllum mat).

Ingredients

(6-8 skammtar) 200 g kartöflur, skornar í bita, soðnar, skrældar 2 miðlungsstórar kartöflur) 100 g gulrót, skorin í bita, soðin, skræld 1 miðlungsstór gulrót) 4 msk ólífuolía 1 msk sojasósa 3 msk næringsger (fæst í bláum dollum frá Engevita í Bónus t.d. Önnur tegund fæst líka í Krónunni og Nettó. Má sleppa en gerir gott ostabragð. Þetta er óvirkt ger, fullt af B-vítamínum, með hnetu-ostakeim) 1 msk laukduft 1 ts hvítlauksduft 1 ts sykur á hnífsoddi cayennepipar eða chiliduft, eftir smekk 1/2 ts salt 2 msk vann

Instructions

Byrjið á að skræla og sjóða kartöflur og gulrót í bitum þar til mjúkt. Ca. 15 mín ættu að duga. Potaðu gaffal í til að tjékka.
Settu í mixara ásamt öðrum innihaldsefnum.
Mixaðu lengi, þar til innihaldið er orðið að jöfnu mauki. Þetta verður teygjanlegt eins og ostasósa.